Kvöldið hér !!
Jæja þar kom að því !!!!! Fyrsta eggið kom í dag. Hænurnar eru rétt tæplega 5 mánaða. Þær komu úr eggjunum í kring um 12. september á síðasta ári. Haninn er mjög stoltur af þeim. Þær eru ekki farnar að fara upp í varpkassana, en það hlýtur að koma hjá þeim. Eggið var á gólfinu. Það er spennandi tími frammundan.
En samt skrítið, að í gær fór ég í hanakambsmeðferð, og í dag kom fyrsta eggið. Haninn er enn með sinn kamb, og hann er að verða mjög flottur.
Ég er að fara að vinna á morgun, og ég er að vona að það gangi vel. Verðum vonandi búin um hádegi. Svo verður farið í sveitina góðu.
Molinn kveður.

Ein voðalega montin