Kvöldið !!!
Ég er með útvarp á eyrunum allan daginn í vinnunni. Ég hlusta alltaf á Svala og félaga frá kl. 7-10 og svo hlusta ég á Bylgjuna frá kl. 10, og þangað til ég er búin að vinna. Í morgun heyrðist hvorki í Fm 957 eða Bylgjunni. Ég þurfti að hlusta á aðra RÁS. Ég valdi rás 2, og mikið rosalega er ég vanaföst. Mér fannst heimurinn vera að farast að geta ekki hlustað á það sem ég er vön. Mér fannst þessi rás ekki skemmtileg. Lögin allt önnur. Ég var alltaf að fikta í útvarpinu og athuga hvort rásirnar kæmu ekki inn. Það var svo eitthvað rúmlega átta, sem þær komu inn. Og mikið rosalega var ég fegin. Allt annað líf. Svona er nú Birgitta furðuleg.
Ég fór í sveitina eftir vinnu. Ég er alltaf mikið að spá í hænurnar núna. Ég er nefnilega að kenna þeim að verpa í varpkassana. Það var eitt egg á gólfinu þegar ég kom. Ég sá svo, að það var ein hæna sem var orðin svo ókyrr. Hún hljóp um allt og hinar gogguðu í hana og gáfu henni engan frið. Ég setti hana upp í kassann, og hún verpti um leið og hún kom þangað. Hún var smá stund þar, fór svo niður á gólf, og var miklu rólegri. Hinar hænurnar létu hana alveg í friði. Þær hljóta að fara að fatta það, að þær fá frið í varpkassanum. Eftir nokkra stund, þá sá ég aðra hænu vera svona ókyrra, hlaupa um allt, og hinar að gogga í hana. Ég tók hana og setti í varpkassann. Hún var fegin því og var alveg róleg þar. Hún var líklegast búin að vera þar þrjú korter, þegar ég fór. Þannig að það verður líklegast komið egg í kassanum á morgun

Tvö egg í dag.
Molinn kveður.