Ég var í sprautu númer tvö, af fimm, í morgun. Ég á að mæta í þriðju sprautuna, 24 febrúar. Ég held að það sé búið að stinga svona sjö sinnum, inn í hnjáliðinn. Ég ætla rétt að vona að þessi meðferð hafi einhver áhrif á mig. Þá meina ég góð áhrif.
Ég er búin að fá mér nýja vekjaraklukku hringingu í símann. Það er haninn að gala. Ég er búin að stilla símann, og í fyrramálið vakna ég við hanagal. Ha, ha.
Það er ein hæna búin að læra það að fara í varpkassann til að verpa. FRAMFÖR. Ég er líka alltaf að reyna að kenna þeim það.
Molinn kveður.