Ég var að leiðrétta sauðburðarniðurtalninguna. Ég var víst að reikna með, að þær byrjuðu að bera 23. apríl, en það er ekki fyrr en 26. apríl. Lagaði þetta til um þrjá daga. En það getur verið að þær byrji samt að bera fyr. Ég verð allavegana í startholunum frá 20. apríl. Ég fer í frí 20 apríl, til 8. maí. Vinn svo í eina viku, og fer svo aftur í frí 16-29 maí. Vona bara að ég verði orðin góð í hnénu. Ég fór til læknis í dag, í þriðju sprautuna. Það gekk vel. Hann ætlar að láta þrjár sprautur nægja, því þær hafa ekki haft nein áhrif ennþá, og gera þarafleiðandi ekkert gagn. Ég á svo að koma aftur eftir mánuð, því ef ég verð ekki orðin góð þá, þá ætlar hann að gera aðra aðgerð (speglun). Er samt orðin smeik um að ég verði ekki orðin góð í sauðburðinum, og það verður svekkjandi. Það er alveg að líða ár frá því að þetta gerðist með hnéð. Ég spyr mig, hef ég þolinmæði í þetta ?? Nei það hef ég ekki. Ég átti slæman dag í dag, eins og í gær. Ég fór í sveitina, og tók Þórhall og Birtu með mér, til að gefa, og gera þá hluti sem þurfti. Ég er alveg endurnærð eftir sveitaferðina
Molinn kveður.