27.02.2011 21:30
Jæja nú er helgin á enda komin. Tíminn líður alltof hratt, og þó, þá þarf ég ekki að bíða eins lengi eftir sauðburðinum.
Júlli og Siggi voru hjá okkur þessa helgi.
Við vorum í sveitinni báða dagana. Ég sauð sviðalappir í dag, þær voru mjög góðar.
Það koma svona um 6-7 egg á dag. Þau eru ekki enn komin í rétta stærð.
Nú ætla ég að hætta að hlífa hnénu. Ég er búin að vera í letivinnu (ég sit við að setja bakka á færiband), í nærri tvo mánuði, og lagast samt ekkert. Nú ætla ég hinsvegar að vinna við skyrvélina, (eins og ég hef gert í nærri níu ár) Þá er ég á fullu allan daginn, og labba fram og til baka við þessa vél. Ég ætla allavegana að sjá til hvort það er nokkuð verra að vera á fullu, en að sitja allan daginn á rassinum. Kemur allt í ljós.
Molinn kveður.