Jæja nú er kominn 1. mars. Ömmu strákurinn minn, hann Dagur Árni, á afmæli í dag. Hann er orðinn 5 ára. Vá hvað tíminn líður hratt. Bara eitt ár þangað til hann byrjar í skóla. Þeir bræður ætla að koma til okkar í vor, og vera með okkur í sauðburðinum. Við ætluðum að fara suður um helgina, í afmæli til hans, en ég þarf að vinna á laugardaginn, þannig að við verðum að heimsækja hann seinna. Til hamingju með daginn elsku Dagur minn.
Siggi Tumi er að koma til okkar á morgun, og verður þangað til á sunnudaginn. Hann fer að vísu í skólann, þessa tvo daga. Ég sæki hann þessa þrjá daga, og Þórður fer með hann þessa tvo morgna. Hann verður einn hjá okkur þessa helgi.
Það komu 8 egg í gær og aftur 8 egg í dag. Duglegar þessar hænur.
Líklegast verð ég með bollukaffi í sveitinni á sunnudaginn. Það er allavegana bolludagur á mánudaginn, og ég tek alltaf forskot á sæluna
Molinn kveður.