08.03.2011 20:01
Jæja hvar skal byrja ??
Siggi Tumi kom til okkar á miðvikudaginn. Við náðum í hann í skólann, og komum honum svo í skólann á fimmtudag og föstudag. Hann fór svo á sunnudaginn, frá okkur.
Hildibrandur í Bjarnarhöfn kom til okkar á miðvikudag, og var hjá okkur til sunnudags. Hann var að fara í hnjáliðaskipti. Það var gerð aðgerð á honum á mánudag, (í gær), og það gekk vel.
Á sunnudaginn, 6.mars, sprautuðum við kindurnar gegn lambablóðsótt og flosnýrnaveiki. Við verðum svo að sprauta þær aftur eftir þrjár til fjórar vikur.
Við ákváðum að fara suður, og gerðum það. Sigga tengdamamma fór með okkur. Við lögðum af stað rétt rúmlega fimm á sunnudaginn. Öxnadalsheiðin var ófær, þannig að við fórum bara í gegnum Siglufjörð, og þá leiðina suður. Við fórum í gegnum 5 göng, Ólafsfjarðar, Héðinsfjarðar, tvenn göng þar, Strákagöng og Hvalfjarðargöng. Veðrið var mis gott á leiðinni. Mjög leiðinlegt á Holtavörðuheiðinni. Við þurftum að stoppa stundum, því við sáum ekkert á milli stikna. Við vorum komin suður rétt fyri kl. eitt aðfaranótt mánudags. Loksins þegar við ákváðum að fara suður, þá var veðrið ekki gott. Það snjóaði mest allan tímann fyrir sunnan, og það er víst mesti snjór vetrarins þar núna.
Við gátum heimsótt Sigurjón og fjölskyldu, og Friðrik og Yumiko. Við gistum hjá Guðrúnu og Nonna. Flott nýja (gamla) íbúðin þeirra, sem þau voru að flytja í. Þetta var stutt, en góð ferð hjá okkur. Við komum heim um kl. sjö í kvöld. Góð færð og gott veður alla leið heim. Það stytti upp í Reykjavík þegar við vorum að leggja af stað norður. Held að þetta fylgi okkur eitthvað.
Svo er það vinna á morgun.
Það á að rýja kindurnar á morgun.
Júlli og Ómar Snær koma næstu helgi.
Molinn kveður.