
Já þetta er hún Guðrún Helga. Hún er ólétt, og er komin 15 vikur. Ég held að litli stubbur komi beint í réttirnar í haust. Settur tími er held ég 7. september. Þegar verið var að telja fósturvísana í kindunum, þá lét hún telja í sér, og viti menn, litli stubbur sást greinilega í sónartækinu og er einn á ferð.
Ég er búin að vera með mikla verki í hnénu í dag. Ég fékk að fara heim kl. 15:30. Það var vinna til ca. 20 í kvöld. Ég held að andlega hliðin sé ekkert að verða betri en sú líkamlega. Þetta er afskaplega þreytandi að vera svona.
Molinn kveður.