Fimmtudagur á morgun, og þá fer ég til læknis. Sjáum til hvað kemur út úr því.
Þórður er farinn að fara í sveitina á morgnana, til að gefa kindunum. Við erum búin að gefa þeim tvisvar á dag síðan þær voru klipptar, til að þær kviðrifni ekki. Í morgun þegar hann fór, þá festi hann sig, ha, ha, ha. Sverrir þurfti að redda honum, og dróg hann yfir snjóinn, hahaha. Þótt að Þórður fari í sveitina, er hann samt kominn í vinnu rétt rúmlega sjö. Þá er hann búinn að fara heim og fara í sturtu. Við vöknum alltaf svo snemma.
Jæja núna 26. mars er komið að stórafmæli hjá Drottningunni. Hún Hafey systir mín verður 50 ára. Hún er ári eldri en ég, og það merkir það að ég verð fimmtug á næsta ári. Miðað við líkamlega hrörnun mína, þá mætti halda að ég væri að verða sjötug, já eða áttræð. Haha.
Föðurbróðir minn, hann Alfreð Jónsson lést í gær. Blessuð sé minning þín Addi minn.

Molinn kveður.