06.04.2011 08:13
Nú er ég að reyna að jafna mig í fætinum. Það gengur nú frekar hægt. Ég ætla svo að vona að ég verði orðin betri þegar sauðburðurinn byrjar. Spenningurinn er að ná hámarki hjá mér, það eru 20 dagar, og ég mundi segja 20 dögum of mikið, þangað til að við förum að opna pakkana :-)
Það eru komnir stórir bobbar undir Tabbý, og hún á ekki að bera fyrr en 2. maí. Hún undirbýr sig vel, enda eru þrju í henni og hún þarf að mjólka vel. Það er komið langmest undir hana, af öllum.
Molinn kveður.