Jæja, það er búið að gera mikið um helgina. Það er búið að undirbúa fyrir sauðburðinn. Smíða stíur og garða. Og nú geta þær byrjað að bera haha. Það eru nú samt 15 dagar í það. Það er líka búið að gera hjólhýsið flott. Allt í góðum gír.
Við fórum í fyrstu fermingarveisluna, af fimm. Ríkey Lilja var að fermast á laugardaginn.
Júlli og Siggi voru hjá okkur um helgina.
Guðrún Helga kom á fimmtudaginn, og fór í dag suður.
Ég er enn að berjast við þetta hné. Ég fer í sprautu um mánaðarmótin. 1. sprautan eftir aðgerð. Það verður svo önnur, aftur um mánaðarmótin maí - júní. Svo veit ég ekki hvað verður. Það er ágætt að fá deyfingu fyrir sauðburðinn. Þá get ég vonandi gert eitthvað
Molinn kveður.