Ég flutti í sveitina í gær. Ég er byrjuð að vakta féð, þó svo að sú fyrsta eigi ekki tal fyrr en 26.apríl. Siggi Tumi er hjá mér, og gistir líka. Hann kom í gær, og fer á morgun. Þá kemur Júlli og verður hjá mér um helgina. Siggi er mjög góður, og svaf mjög vel síðustu nótt.
Við keyptum trampólín, og það var sett upp í dag. Þórhallur og Birta komu og settu það upp. Þeim var að vísu hjálpað við það. Siggi Tumi var svo spenntur þegar verið var að setja það upp. Hann er búinn að hoppa mikið á því, og hoppar áreiðanlega líka á morgun. Þórður var hjá okkur í dag. Simmi, Helga, mamma og pabbi komu líka.
Sauðburður er hafinn á Rauðalæk. Við skruppum þangað í dag, og yndislegt að finna lyktina af lambinu. Hlakka til þegar þetta byrjar hjá okkur.
Það kviðrifnaði ein gimbur í dag. Hræðilegt að sjá hana svona greyið.
Jæja ég ætla að kíkja í húsin áður en ég fer að sofa.
Set kanski inn myndir á morgun, frá deginum í dag.
Molinn kveður.