24.04.2011 22:48
Nú er hún borin þessi sem ég er búin að vera að vakta, og átti ekki tal fyrr en 27. apríl. Það var hún Gríma, og hún átti tvær sv.fl. gimbrar. Hún bar í dag. Þetta eru alveg gullfallegar gimbrar. Þannig að núna eru tvær búnar að bera, og komin fjögur lömb. Næsta á tal 1. maí. Ég veit nú ekki hvort hún ber svona fyrir tímann eins og þessar tvær. Ég er búin að sofa fjórar nætur í sveitinni og vakta þær á þriggja tíma fresti á nóttu sem degi. Nú er ég í smá fríi, og ætla að sofa heima í nótt. Við förum svo strax í fyrramálið í sveitina.
Ég sauð siginn fisk í hádeginu í gær, og sauð svo saltfisk í kvöldmatinn. Í dag ætlaði ég að grilla, en það var svo mikið rok að ég eldaði það í raspi í staðinn.
Já það var svo mikið rok að við Sverrir tókum netið af trampólíninu og settum það inn í húsbíl. Það hefði getað farið illa. Það verður svo sett aftur á þegar veðrið batnar.
Ég er búin að setja inn myndir.
Molinn kveður.