Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 5946
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1852975
Samtals gestir: 82607
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:31

02.05.2011 17:54

SAUÐBURÐUR :-)

Halló, halló !
Jæja nú er sauðburður hafinn. 11 kindur bornar og komin 18 lömb, að vísu eitt dautt af þessari tölu. 6 gemlingar með 8 lömb, tvær tvílembdar af þeim, og 5 fullorðnar með 10 lömb. Ein var þrílembd og ein einlembd. Við erum með allt úti núna , nema einn gemling sem bar í morgun. Óbornu eru líka úti. Það er svo gott veður.
Við erum 6 sem gistum í sveitinni. Það erum við Guðrún, Árdís, Kristófer, Dagur og Hlynur. Hlynur Freyr, 14 ára, er systursonur minn, og kom í gær. Árdís, 13 ára, Kristófer, 11 ára, og Dagur ,5 ára, eru ömmubörn. Og að sjálfsögðu Guðrún dóttir mín. Jökull Logi 2 1/2 árs, var hjá okkur  í  4 daga. Það gekk vel með hann þangað til í gær, þá var hann búinn að fá nóg, og við sendum hann heim. Þetta er alveg rosalega gaman að vera hérna. Við erum búin að vera svo heppin með veður. Þetta minnir á útilegurnar í den.
Ég held að það verði nóg að gera í nótt, því það eiga svo margar tal á morgun. Ég verð að fara að setja myndir inn hér, en lofa engu hvenær það gerist, eða vinnst tími til þess.

Molinn kveður.



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni