15.05.2011 23:36
Þá er ég nú flutt aftur í sveitina. Búin að gista 5 nætur heima. Það eiga þrjár eftir að bera. Tveir gemsar og ein fullorðin. Annar gemsinn á tal 19. og hinar 21. Ákvað að byrja strax að vakta. Þær ættu að vera bornar um næstu helgi.
Við fengum lánað beitarhólf hjá Helga á Bægisá. Við fórum með 15 kindur og lömbin þeirra, þangað í dag. Og förum með fleiri í vikunni. Við gefum þeim hey, fóðurbæti og brauð. Þetta er algjör snilld að geta sett þær þarna. Við fórum líka með alla hrútana 5, og tvo gelda gemlinga, 8. maí, til hans. Takk Helgi fyrir þetta.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá sauðburði, og á nokkrar eftir.
Jæja best að kíkja í fjárhúsin fyrir svefninn.
Molinn kveður.