18.05.2011 12:44
Nú líður mér betur í hjartanu, eftir að við Þórður, Simmi og Helga, sóttum þessar 15 kindur, sem við vorum búin að sleppa í hólfið hans Helga á Bægisá. Já við sóttum þær í gærkvöld, í rigningu og kulda. Við rákum bara niður járnkarla, og bundum grindur við þá, þannig að það varð úr smá rétt. Við rákum svo féð þar inn, og upp á kerrur. Þær eru svo ljúfar og gæfar þessar kindur sem við eigum. Við settum allar inn, og mikið voru þær, og lömbin þeirra fegin að komast í hlýju. Ég gaf svo í morgun, og setti þær út. Við ætlum að hýsa þær á nóttunni, meðan þetta kuldakast gengur yfir.
Það bar ein gimbur í gær, og þá eru eftir að bera, ein fullorðin og ein gimbur. Þær koma með þrjú og eitt. Ég verð hér í sveitinni, og vakta þær þangað til þær eru bornar. Ég fer svo líklegast að vinna á mánudaginn :-(
Það eru fædd 62 lömb, og 58 á lífi.
Molinn kveður.