Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 5599
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1852628
Samtals gestir: 82604
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:11:04

30.05.2011 22:26

Kindur og brauð

Enn er kuldi, þó sumarið sé komið. Kindurnar hafa það samt gott. Við förum á hverjum degi til þeirra og gefum þeim brauð. Þegar við fórum í kvöld, þá lenti Þórður í hrakningum. Þær gerðu sér lítið fyrir og felltu hann, þannig að hann datt, og ætlaði ekki að geta staðið upp aftur. Ég var með myndavélina og tók eitthvað af myndum af honum, og kindunum. Ég er að skella þeim hér inn, og þær eru frekar margar. Nennti ekki að tína úr þeim. Lömbin hafa stækkað mikið. Það eru tvær ennþá á Djúpárbakka, og þær fá að fara frammeftir á morgun. Þrílembingarnir eru að stækka hratt. Þórður gefur þeim brauð, og ég gef þeim öllum, saman, einn pela á kvöldin. Ég get farið að hætta því, því mamma þeirra, hún Fjára, er farin að mjólka þeim nóg. Það var nefnilega þannig, að fjórum dögum áður en hún bar, þá gat hún ekkert étið, því hún var orðin svo mikil að það var ekkert pláss fyrir hey. Já og lömbin voru þrjú í henni. Ég held að það hafi ekki komið mikið í hana, því hún át svo lítið. Hún er búin að vera mjög frek á garða í vetur. Það var alveg nóg fyrir hana að horfa á kindurnar, ef þær voguðu sér að ætla að éta í meters fjarlægð frá henni. Þá þorðu þær ekki að garðanum. Hún er farin að éta mikið núna og mjólkar vel. Hún er meirisegja svo frek að hún leyfir ekki lömbunum sínum að éta brauð, þótt hún sé sjálf með brauð til að éta. Hún var kölluð frekjan hans afa, um sauðburðinn, af krökkunum. Þessi kind (Fjára) er í eigu Þórðar. Hún er gullmolinn hans, og það hefur ekki sést jafn falleg kind á jarðríki, að hans sögn. Hún átti tvær gimbrar og einn hrút. Hann er nú strax farinn að segja að þau lömb séu fallegustu lömb sem fæðst hafa, en við Guðrún erum ekki sammála honum. Hehe. Eða jú, jú þau eru flott. Skrítið að þessi frábæri tími er að verða búinn. Ég sem er búin að bíða eftir honum síðan í desember. Já það líður að því að kindurnar fara á fjall. En þá bara verður tilhlökkun að fá þær aftur í september. Ég er farin að hlakka strax til.
Ég er byrjuð að vinna aftur eftir langt frí, og var að vinna alla helgina. Það er alveg nóg að gera í skyrgerðinni. Er búin að vera að vinna  ca. 10-12 tíma á dag.
Ómar var hér um helgina. Þórður var með hann meðan ég var að vinna.
Jæja nóg komið í bili, og skemmtið ykkur við myndaskoðun. Ég á eftir að skrifa við nokkrar myndir, en ekki núna. Er að fara að sofa.


Molinn kveður.



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni