Ooo svo ljúft að vera í sumarfríi, en nú er það að taka enda. Ég fer að vinna aftur á mánudaginn. Þetta er samt búið að vera mjög gott frí.
Guðrún Helga er að koma til okkar í dag, og verður í nokkra daga.
Jæja eins og sést á myndinni, þá er ég búin að fá afmælisgjöf, svona fyrirfram. Ég á afmæli á laugardaginn. Ég fékk þessa rosalegu linsu á myndavélina mína. Nú er hægt að taka myndir langt upp í fjall, og hafa þær nokkuð skírar. Eins og ég sagði, hvað er hægt að biðja um betra líf ? Þetta er svo æðislegt alltsaman. Það var elsku Þórður minn sem gaf mér þetta.

Já við fórum kindarúnt í gær, og sáum Rós með lömbin sín. Þá erum við búin að sjá 12 kindur sem hafa komið alveg til okkar og fengið brauð. Svo erum við búin að sjá fleiri, í mikilli fjarlægð, bara með kíki, og núna með myndavélinni

Þær sem hafa komið til okkar eru Fjára, Freyja, Gibba, Gíma, Gríma, Þoka, Trilla, Æðey, Krúna, Ponsa, Tabbý og Rós. Svo í mikilli fjarlægð sáum við Nótt, Móru, Drífu, Gullbrá og Frostrós. Ég man ekki eftir að hafa séð fleiri.
Molinn kveður.