Nú er ég byrjuð að vinna aftur, eftir 4 vikur í sumarfríi. Það gengur bara vel.
Ég fór, í dag, í smá fjallgöngu. Skrapp á sama stað og þegar við hittum Tabbý. Núna hitti ég Gullbrá, Nótt og Þulu. Ég sá Tabbý, hún var dálítið fyrir ofan mig. Ég ákvað að kalla ekki á hana, því það er svo stutt síðan ég hitti hana. Ég sá líka Sneglu, en hún var líka þónokkuð fyrir ofan mig. Þessar þrjár komu og fengu sér brauð hjá mér. Þá erum við búin að hitta 15 kindur.
Ég er búin að setja inn myndir af þeim
Molinn kveður.