Við fórum kindarúnt í gær, en við sáum ekki margar. Sáum þó Gullbrá, Fjáru, Gibbu, Frostrós, Sneglu og fl. Þær voru í mikilli fjarlægð. Það þurfti kíki.
Ég er enn að vesenast með þetta hné mitt. Nú er næst á dagskrá með það að fara suður til lækna í Orkuhúsinu. Það verður einhverntíman eftir 15. ágúst. Nú á að skoða hvort þetta séu liðböndin sem eru að stríða mér.
Ómar er að koma á morgun, og verður hjá okkur um helgina.
Ég þarf að vinna á laugardaginn. Alltaf mikið að gera þar.
Það styttist í réttir og stubbinn. Mikið hlakka ég til
Molinn kveður.