Erum búin að eiga góðan dag í Lyngbrekku í dag. Vorum með Ómar, Ísabellu og Árdísi. Þórhallur, Birta, Sigga og Friðrik komu líka. Ég bakaði vöfflur, og við grilluðum. Við Ísabella, Þórður og Ómar fórum í pottinn. Það er svo gaman að vera búin að fá krakkana hingað heim frá danmörku. Ísabella er farin að skilja smá íslensku. Frekar ljúfur dagur.
Nú er akkúrat einn mánuður í settan dag hjá Guðrúnu
Molinn kveður.