Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 864
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 3919
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 2463938
Samtals gestir: 90594
Tölur uppfærðar: 3.9.2025 03:45:03

21.08.2011 20:08

Tvær til viðbótar

Ég fór kindarúntinn í dag. Ég sá tvær í viðbót, og þá eru þær orðnar 22 sem ég er búin að sjá í sumar. Ég sá líka nokkrar sem ég er búin að sjá áður. Ég fékk mér göngutúr upp í fjall, til að sjá Botnu, Blúndu, Zeldu, Farsæl og Tabbý. Þær þáðu brauðið. Þær voru fimm, með 11 lömb. 9 gimbrar og 2 hrúta. Það verður erfitt í haust að velja ásetning. Ég setti inn myndir.
Nú er ég að fara suður á miðvikudaginn, til læknis, út af hnénu. Þá kemur vonandi í ljós hvort þetta eru liðböndin sem eru að stríða mér.
Ég var að vinna á laugardaginn. Gekk mjög vel.
Nú fer að styttast í það að ég taki frí frá vinnunni. Ég fer suður þegar Guðrún verður búin að eiga litla stubb, og verð í nokkra daga þar.
Fimmtudaginn var, 18 ágúst, þá kvöddum við í hinnsta sinn, yndislega konu, Hjördísi Lovísu Pálmadóttur.
Blessuð sé minning þín elsku Hjödda mín.




Molinn kveður.






clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

11 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

1 mánuð

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

7 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni