22.08.2011 22:12
Við skruppum í Þverá, til að athuga hvort við ættum kindur þar í hólfi. Það virðist vera ónýt fjallsgirðingin á næsta bæ. Það voru tvær frá okkur þarna. Gíma og Prýði. Við rákum þær upp í fjall. Ég tók myndir af þeim, og setti inn. Gímu var ég búin að sjá fyrr í sumar, en Prýði bætist í hópinn. Þá eru þær orðnar 23. Við eigum eftir að sjá 21 lamb af 62. Hlakka til 17. sept.
Molinn kveður.