Síðasta helgi var tekin í algjöra afslöppun. Við rifum að vísu hænsnabúrið á laugardaginn. Þá er allt tilbúið til að geta farið að smíða fyrir nokkrar gimbrar og hrútana. Við eigum svo eftir að moka út, og laga stafninn á bragganum. Nú er spenningurinn í hámarki, bæði það að það eru réttir eftir 11 daga, og svo er Guðrún skrifuð inn á morgun. Hvaða dag ætli litli stubbur velji sér ?? Ég held að hann velji sér 17. sept.
Ég var að vinna 14 tíma í dag. Verð að vinna mikið þessa viku, og líka á laugardaginn. Mikið að gera í skyrinu, skyrdrykknum og hleðslunni. Ég fæ vonandi frí á sunnudaginn.
Ég veit ekki hvort það verði mikill tími fyrir kindarúntinn minn. Tek allavegana rúnt á sunnudaginn.
Molinn kveður.