Ég fór í skemmtilega ferð, á mánudaginn, með Þórði, Helga á Bægisá og Sverri á Djúpárbakka. Við fórum vestur á Strandir, á Smáhamra, og versluðum okkur hrút. Hann er svarflekkóttur og kollóttur. Við komum með 6 hrúta heim í þessari ferð. Ég er búin að setja inn myndir af þeim.
Við létum stiga og mæla 23 gimbrar og tvo hrúta, í gær. Þær voru 18, með 30 og yfir í ómvöðva, 4 þeirra voru með 35 og hærra og hæðsta var með 38. Við fengum 6 með 18 í læri, 1 með 19, 9 með 17.5, 5 með 17 og 2 með 16.5. Annar hrúturinn var með 87stig og 33 í ómvöðva og hinn 84.5 stig og 31 í ómv. Við erum mjög ánægð með útkomuna.
Hrútasýningin var í gær. Við fórum með tvo hrúta, lambhrút og veturgamlan. Veturgamli hrúturinn lenti í öðru sæti með 86 stig og 38 í ómvöðva, 18 í læri og ekki nema 7.5 fyrir ull, af því hann er flekkóttur. Ég setti inn nokkrar myndir af sýningunni.

Þórður með Radix sem lenti í öðru sæti
Molinn kveður.