Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1221
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1848250
Samtals gestir: 82598
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:18:01

30.09.2011 21:27

Stigun, hrútasýning og fl

Ég fór í skemmtilega ferð, á mánudaginn, með Þórði, Helga á Bægisá og Sverri á Djúpárbakka. Við fórum vestur á Strandir, á Smáhamra, og versluðum okkur hrút. Hann er svarflekkóttur og kollóttur. Við komum með 6 hrúta heim í þessari ferð. Ég er búin að setja inn myndir af þeim.
Við létum stiga og mæla 23 gimbrar og tvo hrúta, í gær. Þær voru 18, með 30 og yfir í ómvöðva, 4 þeirra voru með 35 og hærra og hæðsta var með 38. Við fengum 6 með 18 í læri, 1 með 19,  9 með 17.5, 5 með 17 og 2 með 16.5.  Annar hrúturinn var með  87stig og 33 í ómvöðva og hinn 84.5 stig og 31 í ómv. Við erum mjög ánægð með útkomuna.
Hrútasýningin var í gær. Við fórum með tvo hrúta, lambhrút og veturgamlan. Veturgamli hrúturinn lenti í öðru sæti með 86 stig og 38 í ómvöðva, 18 í læri og ekki nema 7.5 fyrir ull, af því hann er flekkóttur. Ég setti inn nokkrar myndir af sýningunni.

Þórður með Radix sem lenti í öðru sæti


Molinn kveður.



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni