Það munaði ekki miklu, að ein kindin okkar dræpist í dag. Það var hún Freyja. Helgi á Bægisá kom henni til bjargar. Hún var afvelta, og hrafnarnir komnir í hana, en ekki búnir að gera gat. Bara búnir að særa hana þannig að úr blæddi. Takk fyrir, Helgi, að bjarga henni
Ég fór eftir vinnu, til að kíkja á féð. Ég gaf þeim brauð. Freyja var í ágætu standi. Alveg búin að jafna sig eftir veltuna. En ég fékk frekar mikið áfall þegar ég sá hana Tabbý. Hún var bara með tvær gimbrar. Ég var alveg búin að ákveða að sú þriðja lægi einhverstaðar dauð. Ég leitaði talsvert að henni. Tabbý var frekar norðanlega í hólfinu. Ég labbaði svo talsvert suðureftir hólfinu, og sá þriðju gimbrina þar. Ég held að hún sé búin að venja sig undan Tabbý. Mér varð frekar létt, og ánægð að sjá hana á lífi.
Nú styttist í það að ég fái litla gullið hingað norður. Ég held að Guðrún komi með hann aðra helgi. Mikið hlakka ég til

Hann er alltof langt í burtu
Molinn kveður.