24.10.2011 21:29
Nú erum við búin að taka allt féð á hús. Við tókum lömbin og hrútana, 13. okt. og þau voru klippt 15. okt.. Svo tókum við ærnar inn 22. okt, og þær voru klipptar í gær 23 okt. Þær eru mjög vænar. Það eru 32 fullorðnar, 22 gimbrar og 2 hrútar. Semsagt 56 stykki í húsunum. Aðeins fjölgun frá því í fyrra. Ég á svo eftir að taka myndir af stofninum og setja hér inn.Nú er bara veturinn að skella á. Ég vil þakka alveg innilega fyrir okkur kæru vinir, Helgi og Ragga Magga á Bægisá. Þið eruð yndisleg.
Guðrún og stubbur koma á miðvikudaginn. Það á að skíra hann á sunnudaginn. Það verður veisla hér á bæ. Mikið hlakka ég til að fá að vita nafnið á litla gullinu.
Molinn kveður.