Í dag voru gemlingarnir sprautaðir gegn garnaveiki.
Ég fór í sveitina í dag. Tíminn var svo fljótur að líða. Ég tók myndir af kindunum, í þrjá klukkutíma. Ég á samt eftir að bæta aðeins við myndatöku, og geri ég það um helgina.
Ég er að vinna á laugardaginn með verkstæðismönnunum. Við erum að fara að yfirfara ventlana.
Það er alveg hræðilegt þegar þvottavélin bilar. Þvottavélin mín bilaði, og var það í hálfan mánuð. Nú er hún komin í lag, og ég þvæ, og þvæ þvott. Ég mundi ekki vilja skipta þessu raftæki út fyrir eitthvað annað.
Molinn kveður.