Vá hvað tíminn æðir áfram. Í dag er litli gullmolinn minn tveggja mánaða. Það styttist í það að hann fari að skríða um allt.

Einar Breki tveggja mánaða.
Nú fer að styttast í fengitímann hjá kindunum. Við ætlum að svampa allar, og reyna að láta þær bera, á innan við viku. Ég er strax farin að hugsa um vorið. Mikil tilhlökkun.
Ég er búin að skrá mig í sauðfjárræktarskólann. Þetta eru 6 námskeið, á tímabilinu nóvember 2011 til ágúst 2012. Tekin verða fyrir helstu atriði sem snúa að umönnun og hirðingu sauðfjár og notkun skýrsluhaldskerfisins fjárvís.is
Ég held að þetta verði gaman.
Molinn kveður.