17.11.2011 20:37
Búin að fara í enn eina læknisferðina. Lét skoða kúluna, sem kom í staðinn fyrir þær sem voru teknar 4. nóv. af ristinni á mér. Læknirinn sagði að þetta væri æxli, góðkynja. Líklegast kæmi þetta útfrá slitgigt. En hann var samt alveg á gati með þetta. Eftir ca. tvo mánuði ætlar hann að skera þetta af, ef það verður eins, eða stækkar. Þetta er ekki á þægilegasta stað. Búin að þurfa að skera úr vinnuskónum til þess að geta verið í honum. Ég þakka samt fyrir að þetta æxli er ekki staðsett í höfðinu á mér. Ég held að ég sé að verða búin að reka hann á gat með öll þessi ósköp mín. Hann sagði allavegana í dag að ég væri sérstök. Já hann sagði: Birgitta mín, þú ert sérstök. Ég reyni að trúa því að hann hafi meint það á góðan hátt, ha,ha.
Kindurnar hafa það gott í sveitinni. Það er komin mikil ull á þær, og mér finnst gimbrarnar braggast vel. Nú er Þórður að skrá niður tilhleypingu, hvaða hrútur fær hvaða kind. Við erum að skoða hrútaskrána, hvort við eigum að láta sæða eða ekki. Látum kanski sæða forystukindina.
Molinn kveður.