19.12.2011 23:20
Vá, heilsan er ekki búin að vera góð, eins og á föstudaginn þegar ég var ný komin úr aðgerðinni. Ég fann ekkert fyrir neinu þá, en hef ekki getað stigið í fótinn síðan. Ég staulast bara um á hækjum. Ég er talsvert bólgin, en vona að verstu dagarnir séu búnir, og þetta fari allt að lagast.
Guðrún og Einar Breki komu á sunnudaginn, og verða frammyfir jól. Það var svo gott að fá að knúsa hann. Hann hefur stækkað og styrkst síðan ég sá hann síðast, og það var um mánaðarmótin nóv. des.
Dagur Árni kom líka á sunnudaginn, og hann kom einn með flugi. Hann er orðinn svo stór og duglegur. Það er svo gaman að fá að hafa hann. Þetta er þriðja árið sem hann er hjá okkur,ömmu og afa, í ca. viku, eða meira, fyrir jól.
Eins og ég sagði þá staulast ég um á hækjum, og get ekki gert neitt. Ég fékk skemmtilega heimsókn í dag, og það var hún mamma mín sem kom og þreif hér húsið fyrir mig. Hún er eins og stormsveipur. Allt orðið svo hreint og fínt. Takk elsku mamma mín. Guðrún Helga og Dagur Árni eru svo búin að skreyta, þannig að þetta er allt að koma hér. Æðislegur dagur.
Ég setti inn nokkrar myndir af gullunum mínum.
Molinn kveður.