Þá er nú orðið tómlegt í kotinu. Guðrún Helga og Einar Breki eru farin suður. Vona bara að það líði ekki meira en þrjár vikur þangað til að ég sjái litla gullmolann minn aftur. Er strax farin að sakna hans.
Ég er búin að vera að skoða myndir af síðasta sauðburði. VÁ HVAÐ ÉG HLAKKA TIL VORSINS 2012. Get bara varla beðið eftir því. Ég gat ekki setið á mér, og setti inn nokkrar myndir frá sauðburði
Nú ætla ég að fara að vinna á mánudaginn, eftir tveggja vikna veikindafrí. Ég kemst að vísu ekki enn í neina skó, nema víða og góða eins og fjárhússkórnir mínir eru. Það er að vísu búið að skera úr vinnuskónum, þannig að það er gat fyrir kúluna sem er enn á ristinni á mér. Ég ætti að geta verið í þeim. Þessi kúla á að hjaðna á nokkrum mánuðum, þannig að ég þarf bara að vera þolinmóð. Það er komið svar úr ræktuninni á æxlinu, bandvefur og örvefsmyndun, sem sagt besta mál.
Molinn kveður.