Tíminn flýgur áfram. Nú er Einar Breki, ömmugullið mitt, orðinn 5 mánaða. Það styttist í að hann komi í heimsókn til ömmu og afa. Ég held að þau Guðrún komi á fimmtudaginn, því það á að telja í kindunum þá. Einar Breki 5 mánaða.
Nú styttist óðum í það að ég fari að vinna á Búgarði. Það verður um miðjan mars. Það verður mjög skrítið. Ég er búin að vinna hjá MS í tæp 10 ár. Ég kvíði alltaf svona breytingum, en ég vona að þetta gangi allt vel.