16.02.2012 22:25
Jæja þá er spennufall hér hjá mér. Fósturtalningu lokið. Við erum ekki alveg ánægð með fullorðnu ærnar. Við erum með 32 fullorðnar, og af þeim eru 3 þrílembdar, 4 einlembdar, (þar af tvær sæddar), 25 tvílembdar, og tvær af þeim eru með annað dautt. Svo erum við með 22 gemlinga, og af þeim eru 3 geldar, 7 tvílembdar og 12 einlembdar. Það verður vonandi hægt að venja undir þessar fullorðnu sem eru með eitt. Þær verða þá 6 sem koma með eitt, því tvær eru með annað dautt. Ekki gott það.
Guðrún Helga og Einar Breki komust ekki, til að vera við talninguna, því litli kútur varð veikur af 5 mánaða sprautunum sem hann fékk í gær. Guðrún Helga var í beinni, í símanum, á meðan, og fékk að vita allt strax eins og við. Talningamaðurinn saknaði þess að sjá ekki litla stubbinn sem hann taldi í fyrra.
Ég er búin að setja inn myndir af kindunum, með þessum upplýsingum.
Molinn kveður.