Jæja
þá er ég búin hjá doksa. Næst á dagskrá er aðgerð næsta miðvikudag.
Öxlin er 60% í rusli, eða við skulum kalla það í ólagi. Einn vöðvi alveg slitinn, annar nánast slitinn og
sá þriðji trostnaður. Svo er eitthvað meira að, klemdur vöðvi undir herðablaðinu, liðpokinn, axlarkúlan og
fl. Ekki gott það. Eftir aðgerðina, þá þarf öxlin að vera í bómull, eða
allt að því. Má ekkert hreyfa hendina í 5 vikur. En sauðburður ??? Já
það sleppur held ég. En alveg er það á niplinum með það :-( En heilsan,
já hún verður að ganga fyrir. Ég þarf svo að vera þolinmóð eftir aðgerðina, að vera bara alveg einhent. Ég hef þó aðeins getað notað hana svona, en að vísu mismikið. Ég er svo ánægð að það eigi loksins að gera eitthvað í þessu. Nú verð ég að læra að skrifa með vinstri hendinni. Ég var orðin nokkuð klár í því, þegar ég var í skóla. Ég var alltaf að æfa mig. Ég krossa bara puttana og vona að þeir geti lagað mig :-)