10.04.2012 22:13
Nú á miðvikudaginn, eða á morgun, eru liðnar þrjár vikur frá aðgerðardeginum. Ég er nokkuð góð, þannig lagað, er enn í fatlanum. Ég þarf að vera í honum allan sólahringinn ennþá, og eina til tvær vikur í viðbót. Ég sef í sitjandi stöðu og verð að gera það meðan ég er í fatlanum. Ég fór í fyrsta tímann til sjúkraþjálfans í dag. Það var frekar mikil píning á mér. Hann er nú bara að liðka hendina, svo hún festist ekki alveg. Ég má gera smá æfingar. Passa bara að það takist ekki í það sem saumað var og neglt.
Það gengur vel í vinnunni. Er smásaman að komast inn í þetta. Vá hvað það er rólegra á mér þarna.
Nú eru páskarnir liðnir, og ég fékk alveg 5 daga frí. Hef ekki fengið alla þessa frídaga, um páskana, síðan ég var dagmamma. Semsagt ekki í MS.
Sigurjón kom með strákana, Dag og Jökul, norður um páskana. Þeir gistu hjá Fanneyju. Þeir komu nú og heimsóttu afa og ömmu, bæði heim og í sveitina.
Ég flippaði aðeins með myndavélina um páskana. Var að nota stóru linsuna mína. Ég á nú eftir að nota hana mikið á næstunni, þegar fuglarnir fara að láta sjá sig. Já og lömbin. Það verður gaman að taka myndir af lömbunum þegar þau fara út.
Siggi Tumi kom á miðvikudaginn, og fór á föstudaginn. Og Júlli kom á föstudaginn og fór á sunnudaginn. Þeir voru ekki saman hjá okkur núna. Næst þegar þeir koma, þá verð ég flutt í hjólhýsið mitt í sveitina, og þeir gista hjá mér þar. Ég byrja að vakta féð þá helgi. Vá hvað ég hlakka til.
Næsta laugardag 14. verður ömmugullið mitt 7 mánaða. Vá hvað tíminn æðir áfram. Þau Guðrún og Einar Breki koma svo aðra helgi, í sauðburð. Það verður gaman að sjá hvort Einar Breki fílar sauðburðinn.
Molinn kveður.