Nú er sauðburði lokið hjá okkur. Sú síðasta bar í gærkvöld. 9. maí fæddust 2 lömb 10. maí fæddist 1 lamb 12. maí fæddust 4 lömb 13. maí fæddust 2 lömb. Alls fæddust 88 lömb og 82 lifa. Það eru 31 gimbrar og 51 hrútar á lífi. Það var önnur ær sem var með snúið upp á legið. Það voru þrír snúningar á því. Við fengum dýralækni til að gera keisara á henni. Lambið lifði það ekki af, en ærin er orðin hress. Hún fékk einn þrílembing undan Súlu, forystukindinni, að láni. Það er voðalega skrýtið að fá tvær ær með snúið upp á legið. Við höfum aldrei fengið svoleiðis fyrr. Ég veit ekki afhverju þetta skeður, en þetta er alveg hræðilegt. Ég flutti heim í gærkvöld, eftir 23 nætur í hjólhýsinu í sveitinni. Það er dálítið skrítið að vera komin heim aftur. Ég hef ekki horft á sjónvarp, eða hlustað á útvarp, allan þennan tíma, sem er alveg hreint frábært. Og svo var það fyrsta nóttin síðustu nótt, sem ég svaf í meira en 2-3 tíma í einu. Ég var líka syfjuð í dag. Búin að sofa of lengi í einu, haha. Verð smá tíma að venjast því. Við erum með allt féð inni. Við settum allt inn á laugardagskvöld. Það byrjaði að rigna mikið, og svo snjóaði á sunnudaginn. Það snjóar enn. Við getum vonandi sett út í smá tíma á morgun. Við verðum líklegast að hafa allt inni þangað til á miðvikudag. Það fer vonandi að skána þetta veður. Litla gullið mitt er 8 mánaða í dag. Hann er farinn að standa upp ef hann getur gripið í eitthvað. Svo er hann farinn að skríða. Hann var alltaf að æfa sig í garðanum, þegar hann var hér fyrir norðan. Einar Breki 8 mánaða.
Svo verð ég að fara að setja inn myndir. Geri það á næstu dögum.