25.05.2012 22:23
Nú eru allar kindurnar, nema þrjár, farnar í Neðstaland. Við förum á hverjum degi og gefum þeim brauð og mat. Svo fá þær hey, eins og þær torga. Það er svo gaman að fara þarna frammeftir, og vera þar í nokkra klukkutíma og fylgjast með lömbunum, taka myndir og fl. Ég gæti verið þarna allan sólahringinn :-)
Við förum svo með þessar þrjár á sunnudaginn. Þær eru á sjúkradeildinni, í sprautumeðferð og fl. Ein er með liðabólgulamb, ein með júgurbólgu og ein með fótbrotið lamb. Við settum spelku á það, og það má taka hana af á sunnudaginn. Ég held að móðirin hafi stigið ofaná fótinn og brotið hann. Vonandi nær þetta að gróa. Við fengum aðra með júgurbólgu, en ég held að hún sé að jafna sig á henni.
Ég er búin að eyða nokkrum klukkutímum í myndatöku, bæði á lömbunum og kindunum með lömbin sín. Ég er búin að setja inn myndir af öllum lömbunum. Svo er í vinnslu hjá mér myndataka af kindunum með lömbin sín.
Guðrún Helga og Einar Breki komu til okkar í morgun, og verða hér í rúma viku. Æðislegt að sjá litla gullið. Hann er farinn að skríða og standa allstaðar upp. Hann er bara átta mánaða og er farinn að geta verið á sparkbíl. Situr á honum og labbar með.
Ég er alltaf í sjúkraþjálfun, út af öxlinni, og er mikið að koma til. Er farin að geta rétt aðeins betur úr hendinni. Það er mikið verkefni eftir ennþá í þessu öllu. ÚFF
Molinn kveður.