30.05.2012 09:08
Nú eru allar kindurnar komnar í Neðstaland. Við fórum með þrjár síðustu, á sunnudaginn (27). Við tókum spelkuna af gimbrinni, sem var með brotinn fót. Það var æðislegt að horfa á hana þegar hún steig í fótinn, og gat labbað. Ekkert hölt, nema þegar hún var að hlaupa, þá hlífði hún honum aðeins. En núna sér maður ekki muninn á systrunum, þegar þær hlaupa. Semsagt alveg gróið :-)
Lambið með liðabólguna lagast lítið. Það eru bólgin bæði hnén, en það er algjörlega óhalt. Virðist ekkert há því. Vonandi fer þetta samt að hjaðna.
Júgurbólgu kindurnar, þessar tvær, eru á batavegi, eða önnur er alveg orðin góð og hin er að verða góð. Svo vonandi sleppur það, að þurfa að lóga þeim í haust.
Nú þarf ég að fara að klára myndatökuna á kindunum með lömbin. Því þær fara að fá frelsi, þangað til í haust. Ég held að ég eigi bara eftir að taka mynd af fjórum kindum.
Einar Breki og Guðrún Helga eru enn hjá okkur, og verða framm á sunnudag.
Svo verður mikið fjör um helgina, því ömmustelpan mín hún Árdís Marín er að fara að fermast. Þá koma Sigurjón, Solla, Dagur og Jökull, og svo Friðrik og Yumiko. Það verður að mynda fólkið, því nú verða öll ömmubörnin og öll börnin saman komin. María Sigríður, Friðrik Garðar, Sigurjón Geir, Guðrún Helga og Þórhallur Geir og svo Árdís Marín, Kristófer Daði, Dagur Árni, Ísabella María, Jökull Logi og Einar Breki. Já maður er ríkur :-)
Við Þórður erum búin að setja niður kartöflur. Það var gert á sunnudaginn (27). Við fengum 10-12 falda uppskeru síðasta haust, og eigum ennþá kartöflur til matar.
Molinn kveður.