Nú er elsku gullmolinn minn orðinn 9 mánaða. Vá hvað tíminn flýgur. Bara 3 mánuðir í einsárs afmælið hans. Hér stendur hann aleinn. Voðalega duglegur 9 mánaða gutti.
Þórhallur Geir á afmæli á laugardaginn. Hann verður 20 ára. Ég segi bara aftur, vá hvað tíminn flýgur áfram. Ég er að dunda mér við að baka eitthvað fyrir drenginn. Hann ætlar að hafa kaffi og kökur.
Fanney Friðriksdóttir átti afmæli í gær. Hún varð sextug. Það er mikið um stórafmæli á þessu ári.