Jæja þá er nú þessi dagur á enda kominn. Búinn að vera góður og slæmur. Góður að því leiti, að Þórhallur Geir á afmæli, og það eru margir búnir að koma í heimsókn. Það er alltaf gaman að borða kökur.
Þórhallur Geir 20 ára.
En dagurinn er líka búinn að vera slæmur. Lögreglan hringdi í mig í morgun og tilkynnti mér að það hefði verið keyrt á lamb frá okkur. ÞAÐ VAR EKKI GAMAN AÐ FÁ ÞANNIG HRINGINGU. Við erum búin að sleppa á fjall, en það er ekki fjárheld fjallsgirðingin á einum bænum, þannig að kindurnar komast niður á þjóðveg. Og varð sem var. Þetta lamb sem keyrt var á, var gimbur undan Snæ sæðingshrút. Við fengum fjögur lömb undan honum, eina gimbur og þrjá hrúta, og gimbrin féll í nótt. Þetta er mjög leiðinlegt, og vonandi verður gert við þessa fjallsgirðingu, svo þetta endurtaki sig ekki.
Þetta er gimbrin sem dó, tvílembingur undan Prýði.
Ég fór og sá hana. Hún var orðin þvílíkt stór. Hornin á henni voru orðin ca. 7-10 sm á lengd. Frekar sorglegt. Ég tók myndir af henni, en kann ekki við að setja þær hér inn. En við huggum okkur við það að þetta var ekki manneskja sem varð fyrir bíl og dó. Nóg er af þannig slysum.
Vonandi eigið þið góðan þjóðhátíðardag á morgun :-) Já talandi um morgundaginn, þá á kinda vinur minn hún Dísa, í Ólafsvík afmæli. Hún á stórafmæli, verður þrítug. Innilega til hamingju með það Dísa mín.