27.06.2012 22:12
Jæja þá er það orðið opinbert, að við fáum fjárhúsin á Möðruvöllum,tún og fjallshólf. Það er góð beit fyrir kindurnar þarna. Þetta er svakalega spennandi, en mjög mikil vinna frammundan. Við fáum þetta 1.júlí, og getum byrjað að gera eitthvað þá strax. Ekki veitir af. Við fórum þangað í dag, og gengum með girðingunni hringinn. Það þarf að gera mikið við hana.
Ég tók nokkrar myndir og er búin að setja hér inn. Svo koma myndir eftir því sem verkinu miðar.
Við fórum á ættarmót um helgina. Það voru afkomendur Maríu Sigríðar Jónsdóttur og Jóns Þórðarsonar. Semsagt Þórðar ætt. Það var mjög gaman. Ég á eftir að setja inn myndir frá því.
Guðrún Helga og Einar Breki fóru suður á sunnudaginn. Þau komu til að fara á þetta mót.
Það eru eftir tvö ættarmót, eða eitt mót og einn hittingur. Það verður bara að ráðast hvort við höfum tíma til að fara á þau, fyrst við fengum Möðruvelli, því það þarf að gera svo mikið þar.
Molinn kveður.