02.07.2012 09:12
Þá erum við nú búin að fara okkar fyrsta alvöru rollurúnt. Við hittum fjórar, og gáfum þeim brauð. Gríma er svo ótrúleg. Hún sá okkur og kom á sprettinum niður fjallið til að fá brauð. Nú getum við ekki farið á rúntinn í nokkra daga, svo hún haldist ekki niður við girðingu og heimti brauð. Hún verður að fara aftur upp í fjall. Hún gerir það, því í fyrra gerði hún þetta stundum, kom hlaupandi niður fjallið og fékk brauð og var svo farin upp daginn eftir. Freyja er hinsvegar alltaf á sama svæðinu rétt ofan við girðingu, og er þar allt sumarið.
Júlli og Siggi voru hjá okkur um helgina, og skruppum við meðalannars í Rauðalæk með þá, og svo vorum við í Lyngbrekku í gær í algjörri afslöppun. Það má segja að við séum að safna orku til að fara að byrja á einhverju sem við eigum fyrir höndum.
Ég fer í sumarfrí eftir tvær vikur. 13. júlí kl.16 verð ég komin í frí, og verð í fríi framm yfir verslunarmannarhelgi. Siggi og Júlli koma til okkar 13. og verða í 18 sólahringa, í sumardvöl. Við verðum áreiðanlega mikið með þá með okkur á Möðruvöllum. :-)
Ég setti inn nokkrar myndir.
Molinn kveður