13.07.2012 23:47
Jæja, þá er maður nú smollin í sumarfrí, og það alveg til 7. ágúst. Ég fer ekki að vinna aftur fyrr en ég verð orðin fimmtug.
Ég er búin að setja inn myndir frá því sem var gert í dag, á Möðruvöllum. Þórður og Friðrik fengu enn og aftur útrás þar. Þeir ætla að taka sér frí á morgun og sunnudaginn.
Siggi og Júlli eru mættir til okkar í sumardvöl og ætla að vera í 18 sólahringa. Einar kom líka í dag, en hann fer á sunnudaginn. Verður bara helgina hjá okkur. Við erum að gista í Lyngbrekku og það var aldeilis spenningur í guttunum að fá að gista þar. Þetta er svo yndislegt að vera í þessu litla húsi okkar. Við gerum alltof lítið að því. Kanski er nú ástæða fyrir því. Mikið að gera.
Við ætlum svo að skreppa í Varmahlíð á morgun með strákana, á ættarmótshitting hjá Molunum, en það er ættin hans pabba, sem kalla sig Molana.
Molinn kveður.