Jæja, nú eru allir farnir frá okkur nema Siggi og Júlli. Guðrún og Einar Breki fóru 24. Þau ætluðu að vera hér þangað til á sunnudag, en ákváðu að fara heim. Svo er spurning hvort þau mæta á ættarmótið á Skagaströnd. María, Árdís og Kristófer fóru líka 24. Þau fóru suður. María er að fara að vinna á Reykjalundi. Nú er bara tómlegt hjá okkur.
Jæja ein af afmælisgjöfunum var ferð til Grímseyjar. Það er flug fyrir tvo, frá Akureyri til Grímseyjar, gisting fyrir tvo í Grímsey, og svo ferð fyrir tvo, með Sæfara frá Grímsey til Dalvíkur. Þetta verður æðisleg ferð. Mig hefur lengi langað til Grímseyjar, og nú læt ég verða að því :-) Ég er búin að panta ferðina, og við förum 2.ágúst út og til baka 3.ágúst. Krakkarnir okkar og fjölskyldur þeirra gáfu mér þetta. ÆÐISLEGT.
Við fórum rollurúnt, núna 24.. Við sáum þrjár í viðbót. Þá erum við búin að sjá 7 kindur, þær Grímu, Freyju, Ponsu, Brá, Botnu, Þoku og Trillu. Lömbin eru orðin svo stór og falleg. Hlakka til að fá þær heim í haust.
Ég fer daglega á sjúkrahúsið í umbúðaskipti á fætinum. Læknirinn er búinn að skrapa ofaní sárið, og nú síðast alveg niður í bein. Þetta er frekar vont. Svitna og hvítna alveg upp. Ég þarf að halda áfram að mæta þar, þar til þetta er komið á réttan veg. Ég ætla að leyfa mér að setja inn mynd af þessu. EKKI FYRIR VIÐKVÆMA. Já svona lítur þetta út. Nærri 2 cm langt sár
Við förum á ættarmót á laugardaginn, á Skagaströnd. Við ætluðum að fara á föstudaginn, en ég þarf að mæta í umbúðaskipti á laugardagsmorgunn og svo aftur á sunnudagsmorgunn. Þannig að við förum á laugardagsmorgunn og komum aftur heim um kvöldið. Þetta eru afkomendur móður-ömmu og afa.
Við fórum í Baugasel í gær, með Sigga og Júlla. Við buðum Siggu tengdamömmu með. Oggi, Áslaug, Stefanía og fl. komu líka. Við förum alltaf með strákana, Sigga og Júlla, þangað þegar þeir eru í sumardvöl hjá okkur. Þeim finnst það svo gaman og kalla þetta grashúsið. Þeir voru mjög ánægðir með gærdaginn.