Þórður bauð mér á rúntinn eftir vinnu í dag, og við enduðum á kindarúnti. Alveg óvænt. Það bættust 5 kindur í hópinn, og þá eru þær orðnar 23, og 9 lömb bættust í lambahópinn, og þá eru þau orðin 34. Þær sem bættust í hópinn voru þær Brák með þrjú, en hún var fjórlembd, og fjórða lambið var vanið undir Sneglu. Það var svo gaman að Snegla var þarna líka, þannig að ég náði mynd af fjórlembingunum öllum saman. Svo voru Nótt með tvær gimbrar, Zelda með hrút og gimbur og svo Mía með einn hrút. Hún á að vera með tvo hrúta. Um daginn þegar ég sá Klukku, þá var lítið lamb með henni og mig grunaði þá að þetta litla lamb gæti verið undan Míu. Var samt að óska að svo væri ekki. Ég held samt að það hafi reynst rétt. Annar hrúturinn hennar hefur villst undan henni. Það verður mikill lambamunur á þeim í haust. Ég setti inn myndir :-)
Ömmustrákurinn minn, hann Kristófer Daði á afmæli í dag. Hann er 12 ára guttinn. Til hamingju elsku Kristófer minn
Og annar ömmustrákurinn minn er 11 mánaða í dag. Litla gullið mitt, hann Einar Breki. Vá hvað tíminn flýgur áfram.
Og í dag eru 3 ár liðin síðan Margrét, svilkona mín kvaddi þennan heim. Blessuð sé minning þín elsku Magga mín.
Molinn kveður.