Við fórum í Þorvaldsdalsréttir í dag. Okkar fé kemur ekki þar. Vorum bara að finna fílinginn. Okkar réttir verða næstu helgi. Ég tók nokkrar myndir þar, og setti inn.
Nú er ég að vinna í því, að taka myndir af lömbunum, og bera saman við myndir sem ég tók í vor. Hér er sýnishorn af því.
Þetta er hrútur undan Ponsu, tekin 04.júní ´12
Og þetta er sami hrúturinn. Myndin tekin 08.sept. ´12
Ég vona að ég nái myndum af þeim öllum. Ég á nefnilega myndir af þeim öllum, teknar í vor.
Júlli, Siggi og Einar eru hér þessa helgi. Ég fór með þá í réttirnar í dag, og þeim fannst mjög gaman þar. Ég er mjög að passa fótinn minn. Hann er svona skítsæmilegur. Ekki meira en það.