25.09.2012 20:04
Eins og ég skrifaði í gær, þá var ég að vona að gemlingurinn (móðir lambanna sem komu í gær), hefði verið tekin í misgripum, og það reyndist rétt vera. Hún er núna komin í Möðruvelli. Þá er allt komið, sem við eigum von á. Rjúpa kemur ekki því hún er dauð, og lambið undan Gímu er væntanlega líka dautt. Við erum heppin að fá þetta allt af fjalli. Ég er mjög ánægð.
Svo er á döfinni að fara vestur á Nes og kaupa nokkur lömb. Við erum búin að festa kaup á hrút og gimbur hjá Dísu kindavinkonu minni. Hlakka mjög til að fara þá ferð. Vonandi verður það í kringum 6. október :-)
Molinn kveður.