Hrútasýningin var í gærkvöld. Hún var haldin í Skriðu. Það var bara verið að dæma veturgamla hrúta. Enga lambhrúta í ár. Þau í Skriðu áttu fjóra hrúta í uppröðunni. Hrút í fyrsta og öðru sæti, og líka hrút í fjórða og fimmta sæti. Ekkert smá flott hjá þeim. Í þriðja sæti var hrútur frá Lönguhlíð. Hann var í fyrsta sæti í fyrra sem lambhrútur. Og í sjötta sæti var hrútur frá Dagverðartungu. Ég er búin að setja inn myndir, og þið verðið að leiðrétta, ef þið sjáið einhverjar villur í textanum. Við fórum með Amadeus okkar, og hann fékk 83 stig. Í fyrra var hann með 84 stig sem lambhrútur. Amadeus
Við erum búin að selja fjóra lambhrúta, af þessum sex sem voru stigaðir hjá okkur. Við ætlum að setja tvo þeirra á. Hrútinn undan Prýði og hrútinn undan Zeldu.
Við erum að fara á Snæfellsnesið á morgun og kaupa lömb. Við förum til Dísu kindavinkonu minnar. Hún er búin að taka frá fyrir okkur hrút og gimbur. Ég er svo spennt að fara til hennar. Við förum líka á Hjarðarfell og skoðum lömb þar. Það er líka búið að taka frá lömb þar.