Jæja þá er Snæfellsnesferðin búin. Við vorum 10 sem fórum í þessa ferð. Það vorum við Þórður, Júlli, Simmi, Helga, Helgi, Ragga Magga, Oggi, Ingi Vignir, og Sverrir. Við fórum í rútu, með kerru aftaní. Simmi keyrði rútuna, og stóð sig með prýði. Við lögðum af stað um kl. 9:30 og komum heim um miðnætti. Útkoman
úr þessari ferð voru tveir hrútar og fimm gimbrar. Við keyptum hrút og
gimbur hjá Dísu kindavinkonu, og hrút og fjórar gimbrar á Hjarðarfelli. Þetta eru allt mjög flott lömb. Ég á eftir að setja inn myndir af þeim, og líka ferðinni. Já og þá eru allar afmælisgjafirnar komnar í hús. Hrútur frá mömmu og pabba, keyptur hjá Dísu, gimbur frá systkinum mínum keypt hjá Dísu. Svo gáfu Helgi, Ragga Magga og dætur, mér gimbur, sem ég er líka búin að fá. Þetta eru ekkert smá gjafir. Takk kærlega fyrir mig.
Þarna erum við Dísa kindavinkonur :-) og yndislegu börnin hennar Benóný Ísak og Embla Marína. Mér fannst þetta aðeins of stuttur stans hjá þeim, en við vorum frekar að flýta okkur, til að koma ekki of seint heim. Ég er búin að ákveða, að heimsækja þau í vetur, þegar þau eru búin að taka á hús. En samt mjög gaman að hitta þau þessa stuttu stund.
Við komum aðeins við hjá Hidda og Hrefnu í Bjarnarhöfn. Skoðuðum safnið hjá þeim, fengum hákarl, harðfisk og fl. Gaman að hitta þau.
Svo var farið í Hjarðarfell, og lömbin sótt sem við keyptum þar.
Vinnan á Möðruvöllum gengur vel. Það er búið að brjóta allt þetta steypta sem átti að brjóta, og keyra því út. Búið að moka út, alveg úr tveim húsum. Það er eftir smá í nyrsta húsinu. Búið að rífa allt, nema smá í nyrsta húsinu. Allt að ganga upp. Svo byrjar uppbygging.
Friðrik og Youmiko eru á Akureyri þessa dagana. Friðrik er að hjálpa til við niðurrif, og smíðar. Verður hér ca. viku. Ísabella var hjá Fanneyju og Guðmundi. Þau heimsóttu okkur á Möðruvelli á sunnudaginn. Ísabella fór og gaf kindinni sinni brauð. Ég held að hún hafi haft mjög gaman að því. Tanja er svo gæf, að Ísabella gat klappað henni.
Á morgun, þurfum við að reka inn. Við erum að senda, í seinni slátrun, á fimmtudaginn. Þá kemur í ljós hvað verða margar kindur á húsi í vetur.